Viðtal
Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar verður haldin í 44. sinn dagana 24. til 26. janúar en hún hefur verið haldin árlega frá stofnun hennar árið 1980. Á hátíðinni er að venju lögð áhersla á ný íslensk tónverk þó sjónum sé einnig beint að erlendum tónverkum og flytjendum.
„Hátíðin í ár verður mjög fjölbreytt að vanda og þar verður eitthvað fyrir alla því við reynum að hafa breidd í dagskránni. Þar verða okkar föstu samstarfsaðilar eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem er alltaf með mjög glæsilega tónleika á hátíðinni og í ár opnar hún hátíðina með tónleikum á föstudeginum, Kammersveit Reykjavíkur og Caput-hópurinn, sem eru bæði með mjög spennandi prógramm og ný verk. Einnig má nefna sönghópinn Cantoque Ensemble,
...