Útgáfa Íslandsvinirnir í bresku rokkhljómsveitinni Skunk Anansie eru hvergi af baki dottnir og komið er út nýtt lag, það fyrsta í þrjú ár. An Artist Is an Artist nefnist það og stýrði David Sitek upptökum. „Nafn hans virtist vera á ansi mörgum plötum sem við fílum,“ hefur miðillinn Blabbermouth.net eftir Skin, söngkonu bandsins. „En engar þeirra hljómuðu eins. Þær eru allar ferskar og umfram allt hljóma listamennirnir eins og þeir sjálfir,“ bætir hún við en Skunk Anansie kann aldrei vel við sig innan þægindarammans.