Engu ríki stendur ógn af Grænlandi. Það má miklu frekar segja að Grænland búi yfir miklum verðmætum, sem engir nema Grænlendingar eiga að hafa forgang til að nýta, og ekkert verra þótt þeir fari sér hægt og af varúð. Hægt er að gera samninga, án þess að láta glitta í byssustingina.
Kvennaskólinn í ísspegli.
Kvennaskólinn í ísspegli. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Forsætisráðherra Grænlands sagðist gjarnan vilja eiga samtal við verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann er ekki eini leiðtogi ríkja, sem sóst hefur eftir samtali við Donald Trump, frá því að hann vann með miklum glæsibrag forsetakosningarnar í byrjun nóvember á síðasta ári, þær sömu og hann hafði áður tapað. Strax eftir helgi fer fram hin sérstaka innsetningarathöfn nýs forseta og varaforseta, og vitað er af reynslu að allt er þá gert til að sú verði glæsileg, þótt að þessu sinni verði sviðið ekki sérstakar svalir þinghússins í höfuðborginni Washington eins og endranær því spáð er fimbulkulda og verður hún því innan dyra. Það er þó ekki alveg ljóst hverjir úr helstu sveit fyrirmenna mæti til fagnaðarins, og er þá einkum horft til fyrrverandi forseta ríkisins og maka þeirra.

Sigur í annað sinn

Þegar Trump vann síðast, 2016, er fullyrt að Clinton, fyrrverandi forsetafrú, sem keppt hafði við Trump sem sigraði þá fremur naumlega, hafi reynt að

...