Lögin ganga upp og niður og fjölbreytileikinn er þó nokkur, það eru proggkaflar, brjálaðir kaflar og „atmósferískir“. Þetta er ægimelódískt, ógnandi, spennandi og heldur þér á bríkinni allan tímann.
Grjótharðir Múr eru allir vegir færir og vinna við næstu plötu er þegar komin á rekspöl.
Grjótharðir Múr eru allir vegir færir og vinna við næstu plötu er þegar komin á rekspöl. — Ljósmynd/Anna Maggý

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Ég hef séð framtíð íslenska öfgarokksins. Og nafn hennar er Múr.“ Það er stundum gaman að leika sér með meitlaðar tilvísanir úr rokksögunni en hér er yfirlýsing Jons Landau er hann sá Bruce Springsteen spila fyrir fimmtíu árum staðfærð af yðar einlægum. Við getum jafnvel sagt „loksins, loksins“ eins og Kristján heitinn Albertsson sagði eftir að hafa lesið Vefarann mikla frá Kasmír. Mér varð hugsað til þessa er ég sá Múr á útgáfutónleikum vegna téðs frumburðar í Iðnó nú á milli jóla og nýárs. Íslenskt öfgarokk heilt yfir hefur reyndar verið við ansi góða heilsu undanfarin ár og senan hérlendis er þróttmikil, veri það í tónleikahaldi eða útgáfu í gegnum streymisveitur sem efnisleg form. Strandhögg utan landsteina eru æði algeng líka og hafa

...