Sigfús Eiríksson fæddist 7. maí 1947. Hann lést 21. desember 2024.
Útför Sigfúsar fór fram 15. janúar 2025.
Í dag verður kvaddur hinstu kveðju í Fella- og Hólakirkju bróðir minn og mágur, Sigfús Eiríksson. Hann fæddist í Reykjavík 1947 en fluttist með foreldrum og bræðrum sínum að Stóru-Hvalsá í Hrútafirði 1952. Þar átti hann sín bernsku- og unglingsár á fjölmennu sveitarheimili. Á þessum tímum var það nánast regla að krakkar og unglingar þurftu að hjálpa til með vinnu heima við og voru látin gera ýmislegt. Hann lærði því snemma að lífið var ekki bara leikur. Það þurfti að hafa fyrir hlutunum. Hestar voru honum sérstaklega hugleiknir á þessum árum og vann hann við tamningar eitt sumar. Þar eignaðist hann Jarp sem hét reyndar Haukur, algjör brokkari. Keppti hann á honum einu sinni á hestamannamóti úti í Bitru en ekki man ég í hvaða sæti
...