Þau í Vesturporti hringdu í mig og spurðu hvort ég gæti leikið hlutverkið. Ég þakkaði fyrir en sagðist ekki hafa tekið einn einasta leiklistartíma á lífsleiðinni og aldrei leikið neitt, ekki einu sinni í barnaskóla.
Franski sendiherrann elskar að ganga hér á fjöll og keyra um landið með myndavélina á lofti.
Franski sendiherrann elskar að ganga hér á fjöll og keyra um landið með myndavélina á lofti. — Morgunblaðið/Ásdís

Sendiherrabústaður Frakka við Skálholtsstíg er glæsilegt hús. Þar hafa allir franskir sendiherrar búið og í dag býr þar sendiherrann Guillaume Bazard. Hér hefur hann nú starfað í rúm tvö ár en vann áður í áratugi sem diplómat víða um heim. Bazard hefur búið í Noregi, Indlandi, Bosníu, Portúgal, Bretlandi og nú á Íslandi. Hér líkar honum vel að búa en kona hans, sem er norsk, býr í Noregi ásamt unglingsdóttur og sonurinn býr í Bretlandi. Bazard er með bakgrunn í tungumálum og stjórnmálafræði en fyrir tilviljun endaði hann í utanríkisþjónustunni eftir að prófessor í háskóla stakk upp á því við hann.

Eitthvað gott alls staðar

Starfið í utanríkisþjónustu segir Bazard hafa reynst áhugavert og hefur hann öðlast mikla reynslu af því að búa og starfa á erlendum vettvangi. Spurður hvaða land sé í uppáhaldi svarar

...