Fyrirhuguð byggð Garðabæjar á svokölluðu Arnarlandi er ekki í neinu samræmi við aðra byggð í nágrenninu.
Gunnar Þór Finnbjörnsson
Gunnar Þór Finnbjörnsson

Gunnar Þór Finnbjörnsson

Garðabær hyggst reisa háa og þétta byggð á svokölluðu Arnarlandi sem afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Arnarnesvegi og Fífuhvammsvegi. Á undanförnum misserum hafa stjórnendur Garðabæjar haldið fjóra fundi til að kynna áform sín fyrir íbúum. Greinarhöfundur hefur áður drepið niður penna um þetta mál enda fátt breyst í fyrirætlunum Garðbæinga.

Á öllum þessum fundum hefur gætt gífurlegrar óánægju meðal þeirra sem búa umhverfis þessa fyrirhuguðu byggð. Arnarnesbúar óttast skuggamyndun og að háhýsin muni gnæfa yfir austurhluta Arnarness og íbúar Akralands óttast m.a. borgarlínu sem fyrirhuguð er í gegnum hverfið þeirra.

Íbúar Smárahverfisins í Kópavogi munu þó líða langmest verði þessi byggð að veruleika. Útsýni úr hverfinu út á sjálfan Kópavoginn verður skert verulega þegar allt að

...