60 ára Björg ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Þingholtunum. Hún útskrifaðist frá myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1988 og lauk síðan meistaragráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún er sjálfstætt starfandi hönnuður með heimasíðuna bjorgvilhjalms.is. Helsta áhugamál Bjargar er söngur en hún er í kórnum Söngfjelaginu og svo hefur hún mjög gaman af útivist og fjallgöngum.


Fjölskylda Börn Bjargar eru Vilhjálmur Ólafsson, f. 1988, Magnús Ólafsson, f. 1993, og Sigurbjörg Ásta Ólafsdóttir, f. 1997. Barnabörnin eru Vera Vilhjálmsdóttir, f. 2022, og Vilhjálmur Guðbergsson, f. 2023, sonur Sigurbjargar. Foreldrar Bjargar: Vilhjálmur Hjálmarsson, f. 1938, d. 2023, arkitekt, og Borghildur Óskarsdóttir, f. 1942, myndlistarkona, búsett í Þingholtunum.