Óendanlegar tilviljanir eru fallegar og á þessari sýningu leitast ég við að koma þeim yfir í efniskenndan heim en um leið í einhvers konar upplifunarinnsetningu.
„Þetta er frekar óræð innsetning og tilviljunarkennd en það er samt einhver regla í rýminu,“ segir Björk
„Þetta er frekar óræð innsetning og tilviljunarkennd en það er samt einhver regla í rýminu,“ segir Björk — Morgunblaðið/Karítas

Óendanleg tilviljun er yfirskrift sýningar Bjarkar Viggósdóttur í Þulu gallery í Marshallhúsinu. Björk hefur á ferli sínum haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og víða erlendis, þar á meðal í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Einkasýningar hennar hér á landi hafa meðal annars verið í i8, Listasafni Reykjavíkur og Hafnarborg.

„Ég vinn yfirleitt í marga miðla og geri það einnig á þessari sýningu. Hún er sambland af hljóði, vídeó og upplifun. Eins konar upplifunarinnsetning,“ segir Björk. „Ég nota hrísgrjónapappír og set blek frá Asíu á pappírinn. Þetta eru 30 metra langar rúllur og ljósabúnaður gerir að verkum að það myndast eins konar lifandi málverk. Þarna er líka vídeóverk sem er litablandað og unnið eins og teikning í forritinu After Effects – tilfinningin sem það skapar er

...