Hvers vegna ákvaðstu að henda í tónleika nú í
upphafi árs?
Það er einfaldlega vegna þess að ég hef svo gaman af þessu. Ég hef haldið tónleika árlega í Bæjarbíói og held því áfram meðan fólk nennir að mæta.
Hvaða lög verða á dagskrá?
Ég er með samsuðu af lögum sem ég hef gert sjálfur og með Mannakornum. Ég er með toppmenn með mér í bandinu og fer vítt og breitt um sviðið. Ég næ yfirleitt góðu sambandi við tónleikagesti sem taka gjarnan undir. Það eru ákveðin lög sem ég þarf ekkert að hafa fyrir að syngja sjálfur. Mér þykir vænt um það.
Ertu alla daga að vinna í tónlist?
Já, ég er vakinn og sofinn yfir þessu en er bara að dunda við þetta eins og ég kæri mig
...