Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Samþykkt um að reisa mannvirki á lóð sem Þróttur hefur samningsbundin afnot af er markleysa. Þróttur telur stjórnsýslu borgarinnar í málinu ámælisverða og óskar eftir að borgarráð taki málið til umfjöllunar.“
Þetta segir í bréfi sem Knattspyrnufélagið Þróttur hefur sent borgarráði og undirritað er af Bjarnólfi Lárussyni formanni. Í bréfinu ítrekar Bjarnólfur þá afstöðu félagsins að landsvæðið sem um ræðir verði ekki tekið af því einhliða.
Í desember sl. samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur að halda áfram vinnu sem snýr að þróun og byggingu safnskóla á unglingastigi. Kom þar einnig fram að byggður verður nýr safnskóli fyrir unglinga í Laugardal og er áætlað að hann muni rísa á svokölluðum Þríhyrningi (Miðheimum)
...