Veigamiklar breytingar verða á næstunni gerðar á stjórnskipulagi Landbúnaðarháskóla Íslands með sameiningu þriggja fagdeilda í eina. Líf og land er heitið á nýrri sameinaðri deild og undir þeim hatti verður öll kennsla í skólanum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Veigamiklar breytingar verða á næstunni gerðar á stjórnskipulagi Landbúnaðarháskóla Íslands með sameiningu þriggja fagdeilda í eina. Líf og land er heitið á nýrri sameinaðri deild og undir þeim hatti verður öll kennsla í skólanum. Síðustu árin hafa deildir skólans verið Ræktun og fæða; Náttúra og skógur; og Skipulag og hönnun. Hefur þessi uppsetning miðast við að tryggja hverju sviði sína sérstöðu og sýnileika.