Karl Friðriksson, Hrísum í Fitjárdal
Húnavatnssýslurnar geyma ótal ónýtt tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar, sérstaklega á sviði ferðaþjónustu og afþreyingar. Í þessari grein er lagt til að stofnaður verði þjóðgarður sem nær yfir Vatnsnes og Þing, með það að markmiði að efla svæðið og nýta þau fjölbreyttu tækifæri sem þar leynast.
Svæðið státar af einstökum náttúruperlum, ríkulegu dýralífi, sögulegri arfleifð og fjölbreyttu landslagi. Árið 2001 var Snæfellsjökulsþjóðgarður stofnaður og hefur hann stóreflt svæðið með samþættingu náttúruverndar, hefðbundinnar atvinnustarfsemi og búsetu. Þjóðgarður Vatnsness og Þings gæti byggst á reynslunni frá Snæfellsjökulsþjóðgarði, en yrði einstakur með sínum sérkennum.
Sérkenni svæðisins
Eitt af meginsérkennum þjóðgarðsins yrði
...