Staðan kom upp í undanrásum heimsmeistaramótsins í opnum flokki í hraðskák sem fór fram í New York í Bandaríkunum hinn 30. desember síðastliðinn. Levon Aronjan (2.737) hafði svart gegn Magnus Carlsen (2.890). 55. … Hc8? það er athyglisvert hvernig svartur gat haldið jafntefli í þessari stöðu en með því að leika 55. … Hh8! hefði hvítur ekki getað bætt stöðu sína, sem dæmi væri 56. Kg7 svarað með 56. … He8! og 56. Hd7 væri svarað með 56. … Kc8. Eftir textaleikinn er taflið tapað á svart. 56. Hd7! h4 57. Bd6+ Ka8 58. Hd8 Kb7 59. Hxc8 Kxc8 60. e8=D+ og svartur gafst upp.
Árdegismót Skákdeildar KR hefst kl. 10.30 í dag. Skákþing Reykjavíkur stendur yfir þessa dagana í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Tveir íslenskir alþjóðlegir meistarar taka þátt í alþjóðlegu móti sem stendur yfir í New York, sjá nánar
...