Þrír dagar eru liðnir frá því að þjóðin minntist þess að 30 ár eru frá snjóflóðinu í Súðavík, sem hafði hörmulegar afleiðingar. Steingrímur Sævarr Ólafsson, sem starfaði á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar árið 1995, rifjaði upp hvernig…
— Ljósmynd/Árni Sæberg/Egill Ólafsson

Þrír dagar eru liðnir frá því að þjóðin minntist þess að 30 ár eru frá snjóflóðinu í Súðavík, sem hafði hörmulegar afleiðingar. Steingrímur Sævarr Ólafsson, sem starfaði á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar árið 1995, rifjaði upp hvernig fréttamennska á örlagastundu gekk fyrir sig í síðdegisþættinum á K100. „Eitt af því sem gerðist og var mjög erfitt var að menn lokuðu svæðið af, alveg eins og gerðist á Flateyri,“ sagði Steingrímur. „Það var erfitt fyrir fréttamenn að komast að, og þess vegna er ekki til mikið af myndefni í upphafi.“ Hann lýsti því hvernig síminn var lífæð fréttastofunnar. „Menn voru lengi á leiðinni, og þegar þeir komu á staðinn var þeim ekki hleypt inn. „Þrátt fyrir erfiðleikana var samhugurinn mikill. Allir urðu Súðvíkingar með einum eða öðrum hætti,“ sagði Steingrímur. Viðtalið er á K100.is.