Landeigendur við Þjórsá og umhverfisverndarsinnar fagna mjög niðurstöðu héraðsdóms um að fella úr gildi heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 og ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og virkja raforkuverið Hvammsvirkjun.
Þetta segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Hann er gestur Spursmála að þessu sinni, ásamt Finni Beck framkvæmdastjóra Samorku.
Á sama tíma segist Snæbjörn gera ráð fyrir að lögum verði breytt til þess að hægt verði að þoka virkjanaáformunum áfram, sem verið hafa á teikniborði Landsvirkjunar í tæpan aldarfjórðung. Það breyti því ekki að vænt inngrip löggjafans muni leiða til þess að virkjunin verði að veruleika.
„Landsvirkjun mun ekki hætta
...