Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Þetta græna vöruhús kemur í beinu framhaldi af háum moldarhaug sem reistur var framan við stofugluggann hjá fólki. Á fundinum voru íbúar einhuga um að það væri ekkert hægt að gera í stöðunni annað en að fjarlægja húsið sem passar ekki inn í hverfið og samræmist ekki gildandi aðalskipulagi,“ sagði Leifur Skúlason Kaldal, formaður Félags sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi, eftir fjölmennan íbúafund hjá félaginu sem mótmælti byggingu hússins við Álfabakka 2.
Leifur segir íbúa í hverfinu hafa ítrekað viðrað áhyggjur sínar vegna skipulagsmála í Mjóddinni en að borgin hafi ekki enn boðað til fundar sem búið sé að lofa. Þess vegna hafi þau í Félagi sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi boðað til fundarins.
„Fundurinn var
...