Tvær athafnakonur á Hvammstanga vinna nú að undirbúningi á framleiðslu á hágæða freyði- og ávaxtavíni. Þær Greta Clough og Hrund Jóhannsdóttir hafa stofnað Hret víngerð og markmið fyrirtækisins er að þróa farsælt vörumerki með áherslu á íslenskan uppruna en á alþjóðlegum markaði
Skál! Greta Clough og Hrund Jóhannsdóttir fengu nýverið veglegan styrk til að þróa hugmynd um framleiðslu rabarbara-freyðivíns á Hvammstanga.
Skál! Greta Clough og Hrund Jóhannsdóttir fengu nýverið veglegan styrk til að þróa hugmynd um framleiðslu rabarbara-freyðivíns á Hvammstanga.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Tvær athafnakonur á Hvammstanga vinna nú að undirbúningi á framleiðslu á hágæða freyði- og ávaxtavíni. Þær Greta Clough og Hrund Jóhannsdóttir hafa stofnað Hret víngerð og markmið fyrirtækisins er að þróa farsælt vörumerki með áherslu á íslenskan uppruna en á alþjóðlegum markaði. Greta og Hrund tóku þátt í viðskiptahraðlinum Startup Stormi á síðasta ári og hlutu nýverið 4,3 milljóna styrk úr Uppbyggingarstjóði Norðurlands vestra.

...