Heiðskír himinn, hægur andvari og hitinn nálgast 25 gráður. Lífið er ljúft á Tenerife, spænsku eyjunni í Atlantshafi sem nýtur mikilla vinsælda ferðafólks. Ágætar verslanir, fínir veitingastaðir og fallegt umhverfi þar sem fyrir öllu er hugsað
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Heiðskír himinn, hægur andvari og hitinn nálgast 25 gráður. Lífið er ljúft á Tenerife, spænsku eyjunni í Atlantshafi sem nýtur mikilla vinsælda ferðafólks. Ágætar verslanir, fínir veitingastaðir og fallegt umhverfi þar sem fyrir öllu er hugsað. Vegalengdir sjaldan meiri en svo að flest er best að fara fótgangandi; eða svo er veruleikinn á suðurhluta eyjunnar sem gróflega skiptist upp í þrjú svæði eða hverfi; Los Cristianos, Amerísku ströndina og Adeje-svæðið.
Spil, prjón og gönguferðir
Kunnugir telja að á hverjum tíma gætu verið allt að 4.000 manns frá Íslandi á þessum slóðum, flestir þá í fáeina daga eða vikur, en Íslendingum sem þarna eru um lengri tíma – jafnvel lungann úr árinu – fari fjölgandi. Í þeim hópi eru
...