Brynja Friðþórsdóttir fæddist 3. september 1956. Hún lést 8. janúar 2025.
Útför Brynju fór fram 17. janúar 2025.
Í dag kveð ég kæra vinkonu.
Það hefur ekki alltaf verið auðvelt lífið hennar Brynju. Hún missti hann Steina sinn allt of fljótt og það gerðist mjög skyndilega. Þarna árið 2005 rétt fyrir jólin er hún orðin ekkja með tvö börn. Hún var ótrúlega dugleg og spjaraði sig vel. Við áttum t.d. góða daga í skemmtilegri ferð í Dóminíska lýðveldið í janúar 2008. En fljótlega fór að halla undan fæti með heilsuna. Í ágúst 2017 fór hún til Svíþjóðar í nýrnaskipti og gerðist það hratt, eins og þannig aðgerðir gerast.
Hún hringdi í mig á mánudagskvöldi eftir þjóðhátíð og sagði mér að hún væri að fara með sjúkravél út og Þorsteinn hennar færi með henni. Aðgerðin gekk
...