Áslaug Kristinsdóttir fæddist 23. febrúar 1955. Hún lést 5. janúar 2025.

Útför Áslaugar fór fram 16. janúar 2025

Kæra frænka, nú er komið að kveðjustund, stund sem kom alltof snemma. Nú eru það hlýjar og góðar minningar sem ylja og munu gera um ókomin ár.

Fyrstu minningar mínar af Áslaugu frænku eru heimsóknir hennar í Pétursey þar sem hún færði unga sveitastráknum lesefni. Það voru traktorablöð með fullt af myndum af allskonar traktorum, þetta er mér líklega sérlega minnisstætt vegna þess hversu mikið þetta gladdi mig. Það var alltaf mikil tilhlökkun þegar Áslaug frænka var væntanleg í heimsókn.

Í gegnum árin hafa samverustundirnar flestar verið í Skógum undir Eyjafjöllum. Í þeirri sveit sem maður fann alltaf að Áslaug hélt mikið upp á. Þó að stundum hafi

...