Sigurður Magnússon opnar sýningu sína Innrím í dag, laugardaginn 18. janúar, kl. 14-16 í Gallerí Göngum í Háteigskirkju. Í tilkynningu segir að boðið verði upp á léttar veitingar og að sýningin standi til 16
Sigurður Magnússon opnar sýningu sína Innrím í dag, laugardaginn 18. janúar, kl. 14-16 í Gallerí Göngum í Háteigskirkju. Í tilkynningu segir að boðið verði upp á léttar veitingar og að sýningin standi til 16. febrúar.
„Sigurður lauk MA-námi í listmálun frá Central Saint Martins College of Art and Design, University of the Arts London 1996. Áður hafði hann lokið diplómanámi í Goldsmiths, University of London 1994 og námi frá MHÍ 1991.“ Þá hafi atvinnuvegir á Íslandi, eins og sjávarútvegur og orkuiðnaður, verið viðfangsefni í verkum Sigurðar og eins sé samband manns og náttúru algengt stef í myndum hans en hann hefur sýnt bæði heima og erlendis.