Sigurður Magnússon opnar sýningu sína Innrím í dag, laugardaginn 18. janúar, kl. 14-16 í Gallerí Göngum í Háteigskirkju. Í tilkynningu segir að boðið verði upp á léttar veitingar og að sýningin standi til 16
Gallerí Göng Sýning Sigurðar, sem heitir Innrím, stendur til 16. febrúar.
Gallerí Göng Sýning Sigurðar, sem heitir Innrím, stendur til 16. febrúar.

Sigurður Magnússon opnar sýningu sína Innrím í dag, laugardaginn 18. janúar, kl. 14-16 í Gallerí Göngum í Háteigskirkju. Í tilkynningu segir að boðið verði upp á léttar veitingar og að sýningin standi til 16. febrúar.

„Sigurður lauk MA-námi í listmálun frá Central Saint Martins College of Art and Design, University of the Arts London 1996. Áður hafði hann lokið diplómanámi í Goldsmiths, University of London 1994 og námi frá MHÍ 1991.“ Þá hafi atvinnuvegir á Íslandi, eins og sjávarútvegur og orkuiðnaður, verið viðfangsefni í verkum Sigurðar og eins sé samband manns og náttúru algengt stef í myndum hans en hann hefur sýnt bæði heima og erlendis.