„Þetta er dapurlegt. Þarna er verið að loka nokkurra áratuga sögu,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara. Hveitimyllu Kornax í Korngörðum verður lokað á næstunni
Tímamót Hveitimyllu Kornax verður lokað bráðlega en ekki tókst að finna myllunni nýjan stað.
Tímamót Hveitimyllu Kornax verður lokað bráðlega en ekki tókst að finna myllunni nýjan stað. — Morgunblaðið/Hákon

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Þetta er dapurlegt. Þarna er verið að loka nokkurra áratuga sögu,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara. Hveitimyllu Kornax í Korngörðum verður lokað á næstunni. Sú var eina hveitimylla landsins og því verður allt hveiti á Íslandi innflutt héðan í frá.

Sigurður segir að meirihluti af korni hafi verið ræktaður erlendis en malaður hér. Þarna sé því ákveðnum kafla í atvinnusögunni að ljúka. Þetta felur að hans

...