María Kristjánsdóttir fæddist 19. mars 1944. Hún lést 27. desember 2024.

Útför fór fram 17. janúar 2025.

Maríu sat ég fyrst með á Húsavík er við rýndum í Garðveislu, leikrit Guðmundar Steinssonar. Það fór vel á með okkur, verkefnið var gefandi og skemmtilegt með Kristbjörgu Kjeld, Erlingi Gíslasyni og stórum hópi leikara og starfsmanna Þjóðleikhússins, en olli strax á æfingatíma töluverðum usla. Þurfti leikhússtjóri að taka á móti fjölmennri sendinefnd kirkjunnar, sem vildi meta hvort um guðlast og siðleysi væri að ræða, annaðhvort af hendi höfundar eða uppsetningarinnar. Niðurstaðan varð leikhúsinu í hag. Adam og Eva yngri máttu vera ber undir skilningstrénu og Skaparinn gat verið kona af óræðum kynþætti, krossfest í sundlaug Adams og Evu eldri í dómsdagsgarðveislu þeirra. Flestum var létt og framkvæmdastjóri hússins keypti svuntur til

...