Ekki verður annað sagt en að Kópavogsbúar séu að taka Skákþing Reykjavíkur 2025 með trompi því að eftir fyrstu þrjár umferðir mótsins hafa þeir raðað sér í efstu sætin. Vignir Vatnar Stefánsson, Björn Hólm Birkisson, Bárður Örn Birkisson og Birkir…
Æskan á Skákþinginu Haukur V. Leósson fylgist með Tristani F. Jónssyni.
Æskan á Skákþinginu Haukur V. Leósson fylgist með Tristani F. Jónssyni. — Ljósmynd/Una Strand Viðarsdóttir

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Ekki verður annað sagt en að Kópavogsbúar séu að taka Skákþing Reykjavíkur 2025 með trompi því að eftir fyrstu þrjár umferðir mótsins hafa þeir raðað sér í efstu sætin. Vignir Vatnar Stefánsson, Björn Hólm Birkisson, Bárður Örn Birkisson og Birkir Ísak Jóhannsson eru allir með fullt hús vinninga, síðan koma fjórir skákmenn með 2½ vinning, Benedikt Briem, Símon Þórhallsson, Mikhael Jóhann Karlsson og Júlíus Friðjónsson. Ekki hefur verið mikið um óvænt úrslit á mótinu og þá kannski helst þau að Birkir Ísak vann Hilmi Frey Heimisson með svörtu í 3. umferð en Hilmir teygði sig of langt í vinningstilraunum sínum.

Fjölmargir kornungir skákmenn taka þátt í

...