Áður hef ég vikið að því, að í Heimskringlu Snorra Sturlusonar er að finna sömu hugmynd og Adam Smith batt í kerfi, að frjáls viðskipti væru báðum aðilum í hag. Sænskir bændur vildu versla við nágranna sína í Noregi, en eitt sinn gátu þeir það ekki vegna hernaðar. Rögnvaldur jarl Úlfsson taldi „upp hvert vandræði Vestur-Gautum var að því að missa þeirra hluta allra af Noregi er þeim var árbót í“, eins og segir í 80. kafla Ólafs sögu helga. Menn kaupa það, sem þeim er „árbót í“. Ég hef einnig bent á, að í ræðu Einars Þveræings, sem Snorri samdi, er að finna sömu hugmynd og Karl R. Popper gerði að aðalatriði í stjórnmálaheimspeki sinni: úrlausnarefnið sé að bregðast við misjöfnum valdsmönnum, eins og segir í 125. kafla Ólafs sögu helga.

Fleiri merkilegum hugmyndum bregður fyrir í Heimskringlu. Snorri segir í 43. kafla Ynglinga sögu frá þeim sið Svía

...