Lárus Arnþór Brown fæddist 2. febrúar 1944. Hann lést 3. janúar 2025.
Útför fór fram 17. janúar 2025.
Þegar ég fékk fréttirnar af því að Lalli frændi, eins og Lárus Brown var ávallt kallaður, væri allur gat ég ekki annað en grátið. Áhrif Lalla á mig sem krakka, ungling og ungan mann voru yndisleg. Nærvera hans var ávallt hlý, góðmannleg, nærgætin og ákveðinn ævintýraljómi yfir brosi hans og glotti.
Ég man fyrst eftir Lalla á Hverfisgötunni þegar ég og mamma heitin fórum að heimsækja Önnu frænku, móður Lalla. Þá var ég einungis 5-7 ára. Án efa hitti ég hann áður t.d. á Þórshöfn á Langanesi þar sem ættarböndin liggja. En á Hverfisgötunni man ég fyrst eftir honum og hans töfrum. Lalli var þá kafari hjá Landhelgisgæslunni og var því oft fjarri, en þegar hann var heima fékk maður margar sögur sem Lalli
...