Magnús var að kenna börnum allt um hringrás blóðsins. „Krakkar! Ef ég stend á haus myndi blóðið streyma til höfuðsins og ég yrði eldrauður í framan,“ sagði hann. „Já,“ samsinntu krakkarnir. „En getið þið útskýrt fyrir mér hvers vegna blóðið fer ekki allt í fæturna þegar ég stend uppréttur?“ „Af því að lappirnar á þér eru ekki tómar,“ kallaði einn nemandinn.
Hjón með dóttur sína voru að koma úr búð. Á heimleiðinni keyrðu þau hægt fram hjá nokkrum húsum sem þau vissu að væru til sölu. „Pabbi, af hverju keyrum við svona hægt?“ spurði dóttirin. „Við erum að skoða hús sem eru til sölu,“ sagði pabbinn. „Ætlum við að kaupa nýtt hús?“ „Kannski,“ sagði pabbinn. „Já, en, pabbi, hvernig í ósköpunum eigum við að koma því HEIM?“ spurði hún áhyggjufull.
„Við þurfum gott fólk í þetta starf, fólk sem getur tekið ábyrgð,“ sagði vinnuveitandinn. „Þá er ég
...