En það nýja er að nú er þetta öllum augljóst. Við þetta verða hin margrómuðu „vestrænu gildi“ að engu …

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Ögmundur Jónasson

ogmundur@ogmundur.is

Ævintýri H.C. Andersen um nýju fötin keisarans er skörp þjóðfélagsádeila sem beinist jafnt að þeim sem fara með völdin og hinum sem gera þeim það kleift með meðvirkni sinni. Það þurfti barnið, sem ekki hafði lært á meðvirknina, til að segja það sem satt var, að keisarinn væri klæðalaus, berstrípaður.

Sagan um klæðalausa keisarann er dýpri en virðist við fyrstu sýn og hægt að túlka í ýmsar áttir. Jafnvel fákænir keisarar sem látið hafa blekkjast af loddurum eins og í ævintýri H.C. Andersen hafa haft auð og völd og eru því ekki allslausir í þeim skilningi. Á hinn bóginn hafa þeir oftar en ekki öðlast völd með því að kúga fólk til hlýðni eða að þeim hefur tekist að skapa nægilega breiða samstöðu um sig í valdakerfum

...