Egyptar sýndu styrk sinn á heimsmeistaramóti karla í handknattleik þegar þeir sigruðu Króata, undir stjórn Dags Sigurðssonar, í úrslitaleik H-riðilsins í Zagreb í gærkvöld, 28:24.

Egyptar fara þar með áfram með fjögur stig og eru sem stendur efstir í milliriðli Íslands. Króatar verða þar með tvö stig og Argentínumenn stigalausir.

Ísland og Slóvenía eru með tvö stig hvort og mætast í kvöld en sigurliðið í leik Grænhöfðaeyja og Kúbu í dag fer stigalaust áfram í milliriðilinn sem einnig verður leikinn í Zagreb.

Keppni lauk í gærkvöld í fjórum undanriðlum af sex á heimsmeistaramótinu og tveir fyrri milliriðlarnir eru komnir á hreint.

Í milliriðli eitt í Herning í Danmörku verða Danmörk með 4 stig, Þýskaland með 4 stig, Ítalía með 2 stig, Sviss og Tékkland með 1 stig hvort og Túnis án stiga.

Í milliriðli tvö í Varazdin í Króatíu verða Frakkland með 4 stig, Ungverjaland með 3, Holland með 2, Austurríki með 2, Norður-Makedónía með 1 og Katar án

...