Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í bruni í heimsbikar kvenna í alpagreinum í Cortina á Ítalíu á laugardaginn. Hún hafnaði í 50. sæti af 54 keppendum og kom í mark á einni mínútu, 40,24 sekúndum. Sofia Goggia frá Ítalíu sigraði á 1:33,95 mínútum og fertuga goðsögnin Lindsey Vonn frá Bandaríkjunum hafnaði í 20. sæti á 1:35,63 mínútum. Í gær keppti Hólmfríður síðan í risasvigi á sama stað og endaði í 46. sæti af 58 keppendum á einni mínútu, 27,59 sekúndum. Federica Brignone frá Ítalíu sigraði á 1:21,64 mínútum.
Útlit er fyrir að Elísabet Gunnarsdóttir verði næsti þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Vefmiðillinn 433.is greindi fyrst frá því að hún væri líkleg til að hreppa starfið
...