Gylfi Pálsson fæddist á Akureyri 1. febrúar 1933. Hann lést 29. desember 2024.

Foreldrar hans voru Páll Sigurgeirsson kaupmaður, f. 1896, d. 1982, og kona hans Sigríður Oddsdóttir, f. 1890, d. 1975. Hann var yngstur fimm systkina. Hálfsystkini og sammæðra voru Oddur, Helga Ingibjörg og Magnús Haukur Helgabörn en albróðir Gylfa var Sverrir. Þau eru nú öll látin.

Gylfi ólst upp á Brekkunni á Akureyri. Eftir skólaskyldu, þegar Gylfi var 14 ára, fór hann í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan sem stúdent 1952. Þá tóku við ár á togurum á Grænlandsmiðum og vinna á síldarplönum á Norðurlandi. Gylfi stundaði nám við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 1963 með BA-próf í mannkynssögu og bókasafnsfræði ásamt prófi í uppeldis- og sálarfræðum til kennsluréttinda. Hann kenndi við Réttarholtsskóla á árunum 1958-1966. Þá varð hann skólastjóri við

...