Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson er ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta í stórsigrunum á Grænhöfðaeyjum og Kúbu í tveimur fyrstu leikjum liðsins á HM, en riðill Íslands er leikinn í Zagreb í Króatíu
Fyrirliðinn Aron Pálmarsson í banastuði á æfingu íslenska liðsins í Zagreb í Króatíu í gær. Hann er klár í leikinn mikilvæga gegn Slóveníu í kvöld.
Fyrirliðinn Aron Pálmarsson í banastuði á æfingu íslenska liðsins í Zagreb í Króatíu í gær. Hann er klár í leikinn mikilvæga gegn Slóveníu í kvöld. — Morgunblaðið/Eyþór

Í Zagreb

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson er ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta í stórsigrunum á Grænhöfðaeyjum og Kúbu í tveimur fyrstu leikjum liðsins á HM, en riðill Íslands er leikinn í Zagreb í Króatíu.

„Það hefði verið auðvelt að detta niður á eitthvert lélegt plan og gera þetta með hangandi hendi en við gerðum þetta mjög fagmannlega. Það var kannski smá skrekkur í fyrsta leik í seinni hálfleik en þrír góðir hálfleikir af fjórum er gott,“ sagði Aron við Morgunblaðið á hóteli landsliðsins í króatísku höfuðborginni í gær.

Aron var ekki með í leiknum við Grænhöfðaeyjar vegna meiðsla en kom mjög sterkur inn í leikinn við Kúbu, spilaði í um 15 mínútur

...