Jón Þorsteinsson fæddist 8. maí 1936. Hann lést 4. janúar 2025.

Útför Jóns fór fram 17. janúar 2025.

Elsku besti afi.

Mér þótti mjög vænt um þig, þú varst alltaf svo jákvæður og góður við alla. Mér fannst mjög gaman að kíkja í heimsókn á Hrafnistu, þú brostir alltaf þegar ég labbaði inn í herbergið og ég brosti í hvert skipti sem ég sá þig. Með síðustu orðunum sem þú sagðir við mig var að það væri svo gaman að fá mig í heimsókn og í hvert skipti sem ég labbaði inn væri eins og gangurinn lýsist upp, þú sagðir líka að ég væri ótrúlega falleg.

Afi, þú varst mér svo kær og mun ég alltaf sakna þín og er ég þakklát fyrir það að ég fékk að kveðja þig.

Elska þig að eilífu. Þín

...