Útlendingar sem ógna þeirri stöðu sem við höfum náð eiga litla samleið með íslensku samfélagi.
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

Nýr dómsmálaráðherra greindi frá því á dögunum að hún hygðist beita sér fyrir því að hægt yrði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hérlendis. Fyrirrennari hennar í starfi, Guðrún Hafsteinsdóttir, hafði raunar sett af stað vinnu við að kanna möguleikann á lagabreytingu í þessa veru. Raunar virðist mér ekki sérstök þörf á nýrri lagasetningu, þar eð lög heimila brottvísun brotlegs útlendings sem hefur dvalarleyfi. Ég tek undir orð ráðherrans um nauðsyn þess að þessi vinna klárist ef þörf er talin á lagabreytingu, en vindi sér annars í löglegar brottvísanir.

Á liðnu kjörtímabili lagði ég fram frumvarp í meðflutningi fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um sviptingu ríkisfangs einstaklinga sem hafa öðlast ríkisborgararétt samkvæmt lögum þegar þeir hafa gerst sekir um alvarleg afbrot. Sömuleiðis

...