Sigurinn gegn Slóveníu gefur íslenska liðinu alvörutækifæri til að slást um sæti í átta liða úrslitunum við Egypta og Króata í milliriðlinum. Næstu tveir leikir eru gegn þessum tveimur efstu liðum H-riðilsins, Ísland mætir Egyptalandi annað kvöld,…

Sigurinn gegn Slóveníu gefur íslenska liðinu alvörutækifæri til að slást um sæti í átta liða úrslitunum við Egypta og Króata í milliriðlinum.

Næstu tveir leikir eru gegn þessum tveimur efstu liðum H-riðilsins, Ísland mætir Egyptalandi annað kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 19.30 og leikur síðan við Króatíu á föstudagskvöldið, líka klukkan 19.30.

Í lokaumferð milliriðilsins leikur Ísland síðan við Argentínu á sunnudaginn kemur, 26. janúar, klukkan 14.30.

Ísland og Egyptaland fara bæði með fjögur stig í milliriðilinn og sigurliðið í viðureign liðanna annað kvöld verður því komið með annan fótinn í átta liða úrslit keppninnar.

Slóvenar þurfa sigra

...