Flokkur fólksins hefur fengið úthlutuð hundruð milljóna af opinberu fé þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir úthlutun til flokksins allt frá árinu 2021. Þannig hefur flokkurinn fengið um 240 milljónir króna frá ríki og sveitarfélögum vegna áranna 2022, 2023 og 2024
Alþingi Inga Sæland, stofnandi og formaður Flokks fólksins en nú einnig félagsmálaráðherra, spókar sig í sjaldséðri sólarglætu utan við alþingishúsið.
Alþingi Inga Sæland, stofnandi og formaður Flokks fólksins en nú einnig félagsmálaráðherra, spókar sig í sjaldséðri sólarglætu utan við alþingishúsið. — Morgunblaðið/Eggert

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Flokkur fólksins hefur fengið úthlutuð hundruð milljóna af opinberu fé þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir úthlutun til flokksins allt frá árinu 2021. Þannig hefur flokkurinn fengið um 240 milljónir króna frá ríki og sveitarfélögum vegna áranna 2022, 2023 og 2024.

Að óbreyttu mun flokkurinn fá um 85 milljónir til viðbótar vegna ársins 2025 og þingkosninga á liðnu ári. Lögum samkvæmt er úthlutað úr ríkissjóði fyrir 25. janúar hvers árs og stendur því til að greiða flokknum bróðurpartinn af þeirri fjárhæð, um 70 milljónir, fyrir vikulok.

Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er fortakslaust skilyrði vegna úthlutunar á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum að stjórnmálasamtök hafi áður verið skráð sem slík

...