Frönsk kvikmyndahátíð í Bíó Paradís Les femmes au balcon / Konurnar á svölunum ★★★★· Leikstjórn: Noémie Merlant. Handrit: Noémie Merlant, Pauline Munier og Celine Sciamma. Aðalleikarar: Noémie Merlant, Souheila Yacoub, Sanda Codreanu og Lucas Bravo. Frakkland, 2024. 103 mín.
kvikmyndir
helgi snær
sigurðsson
Fyrirsögnin á þessum dómi er, eins og glöggir sjá, fengin að láni frá einum af meisturum kvikmyndanna, Spánverjanum Pedro Almodóvar, nánar tiltekið íslenskri þýðingu á titli einnar af hans þekktustu og dáðustu kvikmyndum. Ástæðan er einfaldlega sú að titillinn passar fullkomlega við þessa mynd Noémie Merlant. Í henni eru konur stóran hluta myndar á barmi taugaáfalls og það sannarlega ekki að ástæðulausu. Myndin er líka undir greinilegum áhrifum af verkum Almodóvars og er sá sem hér rýnir ekki einn um að hafa komið auga á það. Það hafa fleiri gagnrýnendur gert og er sannarlega ekki leiðum að líkjast.
Konurnar á svölunum er önnur kvikmynd Noémie Merlant sem lætur sér ekki nægja að leikstýra heldur leikur hún
...