Frönsk kvikmyndahátíð í Bíó Paradís Les femmes au balcon / Konurnar á svölunum ★★★★· Leikstjórn: Noémie Merlant. Handrit: Noémie Merlant, Pauline Munier og Celine Sciamma. Aðalleikarar: Noémie Merlant, Souheila Yacoub, Sanda Codreanu og Lucas Bravo. Frakkland, 2024. 103 mín.
Óttaslegnar Aðalleikkonur myndarinnar, f.v. Sandra Codrenau, Souheila Yacoub og Noémie Merlant.
Óttaslegnar Aðalleikkonur myndarinnar, f.v. Sandra Codrenau, Souheila Yacoub og Noémie Merlant.

kvikmyndir

helgi snær

sigurðsson

Fyrirsögnin á þessum dómi er, eins og glöggir sjá, fengin að láni frá einum af meisturum kvikmyndanna, Spánverjanum Pedro Almodóvar, nánar tiltekið íslenskri þýðingu á titli einnar af hans þekktustu og dáðustu kvikmyndum. Ástæðan er einfaldlega sú að titillinn passar fullkomlega við þessa mynd Noémie Merlant. Í henni eru konur stóran hluta myndar á barmi taugaáfalls og það sannarlega ekki að ástæðulausu. Myndin er líka undir greinilegum áhrifum af verkum Almodóvars og er sá sem hér rýnir ekki einn um að hafa komið auga á það. Það hafa fleiri gagnrýnendur gert og er sannarlega ekki leiðum að líkjast.

Konurnar á svölunum er önnur kvikmynd Noémie Merlant sem lætur sér ekki nægja að leikstýra heldur leikur hún

...