Jón Bergsteinsson fæddist á Ási í Fellahreppi, N-Múl., 28. febrúar 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 18. desember 2024.
Foreldrar Jóns voru hjónin Jóna Margrét Jónsdóttir, f. 1894, d. 1969, og Bergsteinn Brynjólfsson, f. 1891, d. 1973, bændur á Ási. Jón ólst upp hjá móðursystur sinni Petru Ragnheiði Jónsdóttur, f. 1900, d. 1978, sem bjó á Reyðarfirði.
Systkini Jóns voru Rósa, f. 1924, d. 2016, Þorbjörn, f. 1926, d. 2016, Brynjólfur, f. 1928, d. 2014, Ragnar, f. 1929, d. 1932, Þorbjörg, f. 1931, d. 2016, Óskar Einar, f. 1934, d. 1941, og Ragnheiður, f. 1938, d. 1946.
Á jóladag 1956 giftist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni Birnu Helgu Stefánsdóttur, frá Bót í Hróarstungu, N-Múl., f. 1935. Börn þeirra eru: 1) Jón Steinar, f. 1957, heimilislæknir, maki Anna Karen Ásgeirsdóttir
...