Dagmál Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er gestur Eggerts Skúlasonar.
Dagmál Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er gestur Eggerts Skúlasonar.

Hin árlega inflúensa er skollin á af fullum þunga og lýkur tímabilinu sem hún geisar ekki fyrr en langt er liðið á vetur. Ívið fleiri innlagnir hafa verið á sjúkrahús í ár en á sama tíma í fyrra en það getur þó leitað jafnvægis í samanburði við fyrri ár þegar upp er staðið. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir er gestur Dagmála Morgunblaðsins og ræðir þar stöðuna.

Í þættinum ræðir Guðrún Aspelund um allt milli himins og jarðar hvað viðkemur veirum og mögulegum heimsfaraldri. Hún ræðir þau gögn sem til eru um uppruna covid-19 þegar mannkynið stóð skyndilega frammi fyrir nýrri og áður óþekktri veiru. Loks eru það aðgerðaáætlun sem stjórnvöld samþykktu vegna sýklalyfjaónæmra baktería og fuglaflensan sem greinst hefur hér á landi.