„Samningaviðræður hafa gengið mjög hægt,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Mikill meirihluti félagsmanna LSS samþykkti verkfallsboð í gær, eða um 88%, og verkfall er boðað 10
Þjónusta Vonast er til að samningar náist áður en til verkfalls kemur.
Þjónusta Vonast er til að samningar náist áður en til verkfalls kemur. — Morgunblaðið/Karítas

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Samningaviðræður hafa gengið mjög hægt,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Mikill meirihluti félagsmanna LSS samþykkti verkfallsboð í gær, eða um 88%, og verkfall er boðað 10. febrúar nk. ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.

Sambandið skrifaði undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2023 með framlengingu til 1. apríl 2024 og frá 2023 hafa viðræður staðið yfir.

Neyðartilvikum verður sinnt

Öllum neyðartilvikum verður

...