Mannkynið þarf að borða; ef við eigum kost á prótínríkri fæðu úr sjálfbærum stofnum veiðidýra ber okkur siðferðisleg skylda til að nýta þá.
Árni Árnason
Árni Árnason

Árni Árnason

Forvitnilegt er að greina umræðu um hvalveiðar og til að komast að einhverri vitrænni niðurstöðu er óhjákvæmilegt að skoða á hverju skoðun fólks byggist.

Því hefur vísvitandi verið ruglað saman að einhverjir hvalastofnar einhvers staðar í heiminum séu í útrýmingarhættu og að þeir stofnar sem Íslendingar veiða úr séu það líka.

Það er löngu ljóst að þeir hvalastofnar sem Íslendingar hafa verið að veiða úr undanfarin ár eru ekki í neinni slíkri hættu. Þvert á móti sýna allar rannsóknir alvöruvísindamanna að hvölum fjölgar stöðugt hér við land og eru þeir nú fleiri en nokkurn tíma áður frá upphafi vísindalegra talninga.

Þegar andstæðingar hvalveiða fóru loksins að sjá ljósið um gríðarlega fjölgun hvala við Íslandsstrendur, og að

...