Donald Trump tók í gær við embætti Bandaríkjaforseta í annað sinn, er hann sór embættiseið sinn við hátíðlega athöfn í þinghúsi Bandaríkjanna. Er Trump einungis annar maðurinn í sögu Bandaríkjanna til þess að gegna embættinu tvisvar með hléi á milli, en sá fyrri var Grover Cleveland á 19. öld.
Trump flutti ávarp að lokinni innsetningunni, þar sem hann lagði áherslu á „byltingu hinnar almennu skynsemi“. Hét Trump því að ný gullöld Bandaríkjanna væri að hefjast og að frá og með gærdeginum myndu Bandaríkin blómstra og njóta virðingar á ný meðal heimsbyggðarinnar.
Forsetinn vék að málefnum innflytjenda og hælisleitenda í ræðu sinni, og hét því að hann myndi vísa „milljónum og milljónum“ glæpamanna úr landi. Þá vísaði Trump til banatilræðisins sem honum var sýnt síðasta sumar og sagði að Guð hefði bjargað lífi sínu svo
...