Vopnahlé í átökum Ísraelshers og hryðjuverkasamtakanna Hamas hélst að mestu leyti í gær á öðrum degi þess. Fengu íbúar á Gasasvæðinu, sem flúið höfðu heimili sín í ófriðnum, að snúa aftur heim.
Blasti við þeim víðast hvar mikil eyðilegging, en um það bil 60% af öllum byggingum á svæðinu urðu fyrir skemmdum í átökunum. Hafa Sameinuðu þjóðirnar áætlað að enduruppbygging svæðisins gæti tekið allt að fimmtán ár, eða til ársins 2040.
Hamas-samtökin sögðu í yfirlýsingu sinni í gær að íbúar Gasasvæðisins myndu „rísa upp á ný“ til að endurreisa Gasasvæðið á sama tíma og þeir myndu áfram halda uppi mótspyrnu sinni þar til „hernámsliðið væri sigrað“.
Stjórnvöld í Katar tilkynntu í gær að rúmlega ein milljón lítra af eldsneyti yrði send til Gasasvæðisins næstu
...