50 ára Svanhildur ólst upp í Vogum á Vatnsleysuströnd og er í miðjunni af fimm systkinum. Hún er fiskiðnaðarmaður frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði og hefur starfað við sjávarútveg alla tíð, utan þess að hafa verið í sveit á sumrin á Bíldsfelli. Fyrsta starfið var hjá Vogum hf., þar til hún hóf nám í Fiskvinnsluskólanum. Að því loknu hóf hún störf hjá Bakkavör og er í dag sölustjóri hjá bæði Iceland Pelagic og Laugafiski.

Iceland Pelagic er sölufyrirtæki sem selur aðallega uppsjávarfisk ásamt sjófrystum afurðum inn á erlenda markaði, aðallega inn á Austur-Evrópu, Kanada og Afríku, en Laugafiskur framleiðir þurrkaðar fiskafurðir sem eru seldar til Nígeríu. Iceland Pelagic er í eigu Brims, Skinneyjar-Þinganess og Ísfélagsins og selur afurðir frá þeim en Laugafiskur er í eigu Brims, Skinneyjar-Þinganess og

...