Dagur Eggertsson er fæddur 21. janúar 1965 í Reykjavík og sleit barnsskónum í Þingholtunum.
Hann gekk í Ísaksskóla og síðar Hlíðaskóla og Menntaskólann við Hamrahlíð. „Ég teiknaði mikið í æsku og stundaði námskeið frá barnsaldri í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem ég kynntist undirstöðunum í myndlist. Ég valdi hins vegar arkitektúr og 1986 fór ég í nám til Óslóar þar sem ég var í fimm ár við Arkitektaskólann í Ósló.“
Námið í Ósló vakti áhuga Dags á fræðilegri hugsun í faginu sem leiddi til framhaldsnáms við Tækniháskólann í Helsinki sem núna heitir Aalto University, þar sem hann var frá 1995 til 1997.
Eftir dvölina í Finnlandi flutti Dagur aftur til Óslóar, þar sem hann vann á nokkrum af þekktari arkitektastofum Noregs. Árið 2007 stofnaði hann
...