Fyrrverandi ríkisstjórn klúðraði orkumálunum. Engin sátt við nærsamfélögin, Hvammsvirkjun í uppnámi og erlendir vindmylluframleiðendur valsa um landið.
Haraldur Þór Jónsson
Haraldur Þór Jónsson

Haraldur Þór Jónsson

Sú óvissa sem blasir við í orkumálum þjóðarinnar er að fullu á ábyrgð fyrrverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri-grænna. Í áraraðir var málaflokkurinn í pólitísku rifrildi á Alþingi þar sem rammaáætlun var ekki afgreidd í níu ár. Loksins þegar rammaáætlun var afgreidd voru vinnubrögðin við innleiðingu lagafrumvarpa hjá fyrrverandi ríkisstjórn slík að ekki er hægt að byggja fleiri vatnsaflsvirkjanir á Íslandi samkvæmt núgildandi lögum. Núverandi vatnsaflsvirkjanir eru undirstaðan að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, að mestu leyti í eigu Landsvirkjunar, sem við íslenska þjóðin eigum.

Frá því að rammaáætlun var afgreidd á Alþingi árið 2022 hafa sveitarfélögin unnið gríðarlega mikla vinnu í samráði við alla helstu hagaðila um hvernig skuli leiðrétta tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga

...