Origo lausnir, sá hluti upplýsingatæknifyrirtækisins Skyggnis (áður Origo) sem hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á notendabúnaði og tæknilausnum, hefur fengið nafnið Ofar. Leitin að nafninu tók sex mánuði
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Origo lausnir, sá hluti upplýsingatæknifyrirtækisins Skyggnis (áður Origo) sem hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á notendabúnaði og tæknilausnum, hefur fengið nafnið Ofar. Leitin að nafninu tók sex mánuði. „Á einhverjum tímapunkti var okkur hætt að lítast á blikuna. Ég og fleiri vildum finna íslenskt nafn sem væri stutt, auðvelt að fallbeygja og ekki með séríslenskum bókstöfum. Við skoðuðum um 230 nöfn. Ofar vakti athygli okkar fyrst sem úrklippa úr tímaritinu Lifandi vísindi,“ útskýrir
...