Chelsea Tosin Adarabioyo og Nicolas Jackson fagna marki.
Chelsea Tosin Adarabioyo og Nicolas Jackson fagna marki. — AFP/Ben Stansall

Chelsea lyfti sér upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld með því að sigra Wolves á heimavelli sínum, Stamford Bridge í London, 3:1. Chelsea er þá með 40 stig, fjórum stigum á eftir Arsenal og Nottingham Forest, og fór upp fyrir bæði Manchester City og Newcastle. Tosin Adarabioyo, Marc Cucurella og Noni Madueke skoruðu fyrir Chelsea en Matt Doherty fyrir Úlfana og jafnaði þá 1:1 undir lok fyrri hálfleiks.