Frestir hafa verið lengdir og starfsháttum breytt í yfirstandandi ferli sem miðar að sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Upphaflega var áætlað að sameining gengi í gegn um næstu áramót, en nú hefur verið ákveðið að stefna að endanlegri ákvörðun um þetta síðar á líðandi ári
Menntun Höfuðstöðvar Háskólans á Akureyri. Umhverfið í skólastarfinu breytist hratt og kennsla og nám hefur að stórum hluta færst yfir á netið. Þá fara byggingar í háskólaþorpinu á Bifröst í Borgarfirði bráðlega í sölu.
Menntun Höfuðstöðvar Háskólans á Akureyri. Umhverfið í skólastarfinu breytist hratt og kennsla og nám hefur að stórum hluta færst yfir á netið. Þá fara byggingar í háskólaþorpinu á Bifröst í Borgarfirði bráðlega í sölu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Frestir hafa verið lengdir og starfsháttum breytt í yfirstandandi ferli sem miðar að sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Upphaflega var áætlað að sameining gengi í gegn um næstu áramót, en nú hefur verið ákveðið að stefna að endanlegri ákvörðun um þetta síðar á líðandi ári.

Í síðustu viku var haldinn sameiginlegur fundur með starfsfólki HA og Bifrastar þar sem mál voru rædd og reifuð. Þar kom fram að til stendur að ráða verkefnisstjóra sem sinna á ýmsum málum er lúta að boðaðri sameiningu. Í því ferli verður einnig mikið lagt upp úr samráði við starfsfólk skólanna beggja og gerð könnun meðal þess um viðhorf þeirra til sameiningar. Vænst er að niðurstöður hennar liggi fyrir eftir um tvo mánuði og að þeim fengnum verði í hendi áttaviti hvert stefna skal.

...